Fara í efni

Skólahreysti 2014

11.03.2014

Skólahreysti hefur fest sig í sessi hjá grunnskólum landsins og nú eru undanriðlarnir framundan. Keppnin hefst á morgun þegar Norðurlandsriðilinn fer fram í  íþróttahöllinni við Skólastíg á Akureyri og hefst keppnin kl 13. Það eru 20 skólar sem taka þátt í keppninni á Akureyri 12. mars og þar á meðal eru grunnskólarnir þrír í Skagafirði. Keppt verður á Egilsstöðum 20. mars, Kópavogi 26. og 27. mars og úrslitin verða í Laugardalshöllinni 15. maí.

Fyrsta keppnin í Skólahreysti fór fram vorið 2005 þegar sex skólar tóku þátt en vinsældir hennar uxu fljótt og í ár eru 113 skólar sem taka þátt. Landsbankinn er aðal bakhjarl keppninnar að þessu sinni en hún er nú haldin í tíunda sinn.