Fara í efni

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna

16.08.2013

Grunnskólinn austan Vatna verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Skólasetningar verða sem hér segir:

  • Í Sólgarðaskóla kl. 9:00
  • Í Grunnskólanum að Hólum kl. 11:00
  • Í Grunnskólanum á Hofsósi kl. 13:00

Skólastjóri setur skólann á hverjum stað og fer yfir breytingar í stjórnun skólans og almennar upplýsingar um skólahald komandi skólaárs. Að því loknu fara nemendur í stofur ásamt sínum umsjónarkennara og fá afhentar stundatöflur. Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta með nemendum á skólasetningu. Skólabílar verða til taks á skólasetningu en foreldrar eru vinsamlegast beðnir að láta skólabílstjóra vita ef nemendur nýta ekki skólabíl.

Gert er ráð fyrir um klukkustunda dagskrá á hverjum stað en skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudag 23. ágúst.

Með von um gott og ánægjulegt skólastarf.