Skólaslit Tónlistarskólans 22. maí
20.05.2015
Föstudaginn 22. maí kl. 16.00 verður Tónlistarskóla Skagafjarðar slitið í 50. sinn. Af því tilefni verða haldnir sérstakir hátíðartónleikar í Frímúrarasalnum að Borgarflöt 1. Flutt verða ávörp, nemendur skólans flytja tónlistaratriði, veitt verður úr minningarsjóðum og afhent prófskírteini. Tónlistarskólinn býður velunnara sína og nemendur fyrr og síðar sérstaklega velkomna á þessi skólaslit. Boðið verður í kaffi og meðlæti að loknum tónleikunum.
Nú stendur yfir innritun fyrir næsta skólaár og er sótt um í íbúagáttinni á heimasíðu sveitarfélagsins eða á heimasíðu skólans.