Fara í efni

Skráning á Mannamót 2019 er hafin

06.11.2018
Frá Mannamótum 2018. Steinunn Gunnsteinsdóttir kynnir starfsemi Gestastofu Sútarans

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019.

Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar í heild. Síðustu ár hafa sýnendur verið fleiri en 200 í hvert skipti og gestir yfir 700 talsins.

Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út boðskort, bæði prentuð og rafræn auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á síðu Markaðsstofu Norðurlands.