Fara í efni

Skráning hafin í Vinnuskólann

20.05.2021

Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir börn fædd 2005-2008, nemendur sem eru að ljúka 7.-10. bekk. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 7. júní til föstudagsins 13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Vinnutíminn er 40 klukkustundir eða 2 vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2007 eða 4 heilar vinnuvikur, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2006 eða 6 heilar vinnuvikur og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum eða 8 vikna tímabil. 

Upplýsingar um skráningu, laun, reglur skólans o.s.frv. er að finna hér heimasíðu sveitarfélagsins.