Fara í efni

Skráning er hafin í Sumar - TÍM 2020

29.05.2020

Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna Grallara, Litla listamanninn, Eldhússnillinga, fótbolta, körfubolta, golf og margt fleira. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM. 

Sumar - TÍM er fyrir börn fædd 2013-2008 og hefst í beinu framhaldi að lokun Árvistar, eða þann 8. júní og stendur til föstudagsins 14. ágúst.   

Börnum sem fædd eru árið 2014 og eru að ljúka við leikskólastig er boðið að taka þátt í völdum námskeiðum Sumar - TÍM. 

Skráning fer fram í gegnum netverslun NÓRA. Kosturinn við netverslunina er sá að þú setur í körfu öll þau námskeið sem þú ætlar að leyfa barni/börnum þínum að taka þátt í. Barn þarf ekki að hafa lögheimili hjá viðkomandi aðila sem kaupir námskeiðið, því geta allir skráð barn á námskeið, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur. 

Skráning fyrir hvert og eitt námskeið lýkur alltaf fimmtudeginum í vikunni áður en að námskeiðin byrja. 

ATHUGIÐ! Körfubolti, fótbolti og golf er ekki inn í vefversluninni og fer skráning hjá þeim fram hér.   

Siglingarnámskeiðið og Bátar og busl verður öðruvísi í ár. Það verður í júlí, en nánari dagsetning og tímasetning verður auglýst síðar. 

Boðið er upp á gæslu milli kl. 8:00 – 9:00 og í hádeginu fyrir börn sem voru að ljúka við 1. og 2. bekk. Börnin hafi með sér nesti að heiman og þann útbúnað sem til þarf yfir daginn.  

Fylgið Sumar - TÍM á Facebook. Þar verðum við dugleg að setja inn upplýsingar um starfið. Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur á sumartim@skagafjordur.is

 

Hér má nálgast stundatöflu sumarsins hjá Sumar - TÍM og íþróttunum. 

 

Hlökkum til sumarsins með ykkur! 

Starfsfólk Sumar-TÍM