Fara í efni

Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

12.02.2018
Ísland mynd lmi.is

Á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 2. febrúar síðastliðinn var m.a. kynnt skýrsla sem nefnd á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tók saman um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Umhverfis og samgöngunefnd leggur fram bókun þar sem lagt er til að skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetur almenning til að kynna sér málið til að stuðla að upplýstri umræðu um þjóðgarð á miðhálendinu.

Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - Lokaskýrsla nefndar