Söfnunarfé afhent Heilbrigðisstofnuninni
Söfnunarféð var afhent síðastliðinn föstudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að viðstöddum nemendum og starfsfólki skólans. Þar voru mættir fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands þau Örn Ragnarsson, Hersdís Klausen og Þorsteinn Þorsteinsson til að taka við söfnunarfénu að upphæð 435.003 kr. Nemendur tóku lagið og formenn 10. bekkjar þau Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Róbert Smári Gunnarsson héldu ræðu þar sem fram kom að nemendur fyndu fyrir miklum velvilja í samfélaginu þegar þeir gengu í hús eða fyrirtæki að safna fyrir einhverju og með þessari söfnun á Árskóladeginum vildu þeir skila örlitlu til baka til samfélagsins. Örn Ragnarsson þakkaði fyrir höfðinglega gjöf og fram kom í máli hans að féð yrði notað til að kaupa nýtt sónartæki fyrir stofnunina.