Söfnunarfé frá afmælishátíð Árskóla
07.06.2023
Á afmælishátíð Árskóla 16. maí sl. var opið hús í skólanum með ýmsum uppákomum, söngatriðum, kynningu á verkefnum nemenda, vöfflu- og pylsusölu, loppumarkaði og bóksölu. Afrakstur allrar sölu rann til góðgerðamála og á fundi með fulltrúum nemenda var ákveðið að féð rynni til Utanfararsjóðs sjúkra Skagfirðinga. Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar afhentu formenn nemendaráðs, Hulda Þórey Halldórsdóttir og Markús Máni Gröndal, formanni sjóðsins Erni Ragnarssyni, afrakstur söfnunarinnar ávísun að upphæð kr. 413.013.