Söguleg safnahelgi um helgina
10.10.2014
Undanfarin ár hafa nokkur söfn á Norðurlandi vestra boðið gestum í heimsókn einhverja helgina í október. Nú bjóða Húnvetningar heim á laugardeginum 11. október m.a. Byggðasafnið á Reykjum, Bardúsa, Eyvindarstofa, Spákonuhof og Nes listamiðstöð.
Á sunnudeginum 12. október eru það Skagfirðingar sem bjóða heim og verður opið í Byggðasafninu í Glaumbæ kl 10-17 og í Sögusetri íslenska hestsins kl 13-17. Hægt verður að panta leiðsögn á Sturlungaslóð á sama tíma.