Fara í efni

Sólveig Arna Ingólfsdóttir ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali

05.05.2022
Sólveig Arna Ingólfsdóttir

Sólveig Arna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Sólveig Arna er menntaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Sólveig Arna á að baki langan starfsferil í leikskóla og starfaði hún bæði á Glaðheimum og í Furukoti áður en þeir voru sameinaðir í Leikskólann Ársali. Sólveig Arna er starfandi aðstoðarleikskólastjóri Ársala og hefur verið í þeirri stöðu síðan 2012 og hún þekkir því starfsemi og rekstur leikskólans Ársala vel.

Framundan eru spennandi tímar á Leikskólanum Ársölum þar sem stefnt er á opnun nýrrar deildar í maí. Verið er að reisa nýja viðbyggingu við leikskólann sem mun hýsa tvær deildir. Með þessari viðbót verður hægt að bjóða öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskóladvöl í leikskólum Skagafjarðar að loknu sumarleyfi. Stefnt er að því að inntaka nýrra barna fari fram 2-3 á ári eftir aðstæðum hverju sinni. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur þannig skipað sér meðal allra framsæknustu sveitarfélaga hvað aðgengi að leikskóla varðar.

Um leið og við þökkum Guðbjörgu Halldórsdóttur fyrir hennar góðu störf s.l. ár, bjóðum við Sólveigu Örnu hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í sínum störfum.