Fara í efni

Sorp skilið eftir við Staðarrétt

29.01.2021
Sorp skilið eftir við Staðarrétt á dögunum.

Þann 18. nóvermber sl. opnaði Farga móttökustöð í Varmahlíð og er um mikið framfaraskref að ræða í flokkun sorps í dreifbýli Skagafjarðar. Samhliða opnun Förgu móttökustöðvar voru sorpgámar í dreifbýli vestan Vatna í Skagafirði og í Akrahreppi fjarlægðir.
Borið hefur þó á því að sorp hefur verið skilið eftir á þeim stöðum þar sem sorpgámarnir voru áður staðsettir og er það með öllu óheimilt.

Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur íbúa til að halda áfram þeirri góðu flokkun á sorpi sem hefur verið og leggja þannig sitt á vogaskálarnar til að halda umhverfinu hreinu. 

Hér má sjá opnunartíma Förgu móttökustöðvar og Flokku á Sauðárkróki:

Opnunartímar Förgu móttökustöðvar eru eftirfarandi:

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga                  Kl. 13-16
Laugardaga                                                                       Kl. 13-16

Aðgengi verður að afmörkuðum gám utan opnunartíma þar sem eingöngu verður hægt að afsetja heimilissorp.

Opnunar tími Flokku á Sauðárkróki verður sem hér segir:

Mánudaga til föstudaga                               Kl. 09-17
Sunnudaga                                                        kl. 15-18



Svona var umhorfs í Staðarrétt á dögunum en þar hefur sorp verið skilið eftir þar sem áður voru sorpgámar.