Spjaldtölvunámskeið fyrir eldri borgara
24.03.2017
Tveggja daga námskeið í spjaldtölvunotkun hófst í gær í Húsi frítímans. 18 þátttakendur voru skráðir á námskeiðið en Álfhildur Leifsdóttir er leiðbeinandi.
Lagt er upp með kennslan verði á mjúkum nótum. Það verða engar bækur notaðar og gert ráð fyrir að þátttakendur æfi sig á sín tæki með aðstoð leiðbeinanda.
Námskeiðið er samvinnuverkefni Félags eldri borgara í Skagafirði, Húss frítímans og Farskólans en Sveitarfélagið Skagafjörður veitti styrk til verkefnisins.
Sveitarfélagið vonar að námskeiðið komi þátttakendum að góðum notum.