Fara í efni

Staða skólastjóra Varmahlíðarskóla er laus til umsóknar

07.05.2015

 

Skólastjóri Varmahlíðarskóla

Staða skólastjóra við Varmahlíðarskóla í Skagafirði er laus til umsóknar.
Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í héraðinu.

Starfssvið:

  • Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi.
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á grunnskólastigi sbr. 12. gr. laga nr. 87/2008.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Skólastjóri skal vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi. Hann starfar í nánu samstarfi við sviðsstjóra og aðra stjórnendur á fjölskyldusviði og tekur þátt í verkefnum sem snúa að þróun í skólamálum í Skagafirði. Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Varmahlíð eða nágrenni. Staðan er laus frá 1. ágúst. nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fyrr. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 455-6000 og á netfangið has@skagafjordur.is.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Í Skagafirði búa um 4.100 manns.  Samfélagið er fjölskylduvænt og þjónusta við íbúa öflug. Tómstunda-, forvarnar- og íþróttastarf er þróttmikið og mikil samvinna er á milli skóla og félagasamtaka sem þjónusta börn.

Skólasamfélagið er kraftmikið. Leikskólar fyrir börn frá eins árs aldri, öflugir grunnskólar, góður fjölbrautarskóli, háskóli sem er í sterkum tengslum við atvinnu- og menningarlíf héraðsins, tónlistarskóli, farskóli og miðstöð símenntunar.

Atvinnulíf í Skagafirði er sterkt og fjölbreytt þar sem matvælavinnsla skipar stóran sess í tengslum við fjölbreyttan landbúnað og öfluga fiskvinnslu. Ferðaþjónusta er vaxandi og önnur þjónustustarfsemi er fjölbreytt. Menningarlíf er blómlegt í héraðinu og sagan við hvert fótmál.