Staða verkefnastjóra er laus til umsóknar
Staða verkefnastjóra hjá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar er laus til umsóknar.
Verkefnastjóri hefur umsjón með daglegum rekstri Þjónustumiðstöðvar Skagafjarðar sem og rekstri fráveitu. Hann sér um mannahald, skipulagningu verkefna, gerir áætlanir fyrir starfsemina og gerir tillögur að fjárhagsáætlun Þjónustumiðstöðvar í samráði við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Verkefnastjóri tekur jafnframt þátt í undirbúningi og framkvæmd verkefna og hefur yfirumsjón með bifreiðum og tækjum sveitarfélagsins.
Hæfniskröfur:
- · Mikið frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
- · Góðir skipulagshæfileikar
- · Reynsla af verkstjórn og verklegum framkvæmdum
- · Iðnmenntun sem nýtist í starfi
- · Góð tölvukunnátta
- · Reynsla af gerð fjárhags-, kostnaðar- og verkáætlana
Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsóknarfrestur rennur út kl 12 á hádegi föstudaginn 4. apríl nk. Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila hér eða í Íbúagátt.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar:
Indriði Þór Einarsson
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Netfang: indridi@skagafjordur.is