Starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs laust til umsóknar
Starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er laust til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Á veitu- og framkvæmdasviði starfa um 25 manns að fjölbreyttum verkefnum; hita- og vatnsveitu, viðhaldi- og nýbyggingu fasteigna, gatnagerð, fráveitu, umhverfis- og hreinlætismálum o. fl.
Helstu verkefni sviðsstjóra eru yfirumsjón með veitu- og framkvæmdamálum sveitarfélagsins, hafa umsjón með útboðum og verksamningum, stefnumótun sviðsins og sveitarfélagsins í heild í samstarfi við yfirstjórn. Einnig samskipti og upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, viðskiptavina og íbúa. Gerð er krafa um verk- eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi, þekkingu eða reynslu af stjórnun og rekstri, frumkvæði og metnað, forystu- og skipulagshæfileika ásamt hæfni í mannlegum samskiptum og góðri tungumála- og tölvukunnáttu.
Umsókn ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila í íbúagátt sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til og með 23. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sigfus@skagafjordur.is og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs indridi@skagafjordur.is einnig er hægt að hafa samband við þá í síma 455 6000.
Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.