Fara í efni

Starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum er laust til umsóknar

21.07.2014

Starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum er laust til umsóknar

Stjórnsýslu- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum.

Verkefnastjóri vinnur meðal annars að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru vel fallin til þess að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í Skagafirði. Auk þess tekur verkefnastjóri þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra og næsta yfirmanns.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Hagnýt starfsreynsla og/eða menntun s.s. á sviði verkefnastjórnuanr, rekstrar- og vöruþróunar eða nýsköpunar.
  • Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
  • Frumkvæði og metnaður.

Um 100% starf er að ræða frá 1. september 2014.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og starfskjör eru samkvæmt kajrasamningum BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2014

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, með því að senda fyrirspurn á netfangið astap@skagafjordur.is, eða í síma 894-8961.

Sækja um