Fara í efni

Starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum er laust til umsóknar

18.06.2017

Starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum er laust til umsóknar

 

Upphaf starfs: 1. ágúst 2017.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Verkefnastjóri vinnur meðal annars að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru vel fallin til þess að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í Skagafirði. Auk þess tekur verkefnastjóri þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra og næsta yfirmanns. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hagnýt starfsreynsla og/eða menntun s.s. á sviði verkefnastjórnunar, rekstrar- og vöruþróunar eða nýsköpunar. Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur. Frumkvæði og metnaður.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2017

Nánari upplýsingar: Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri, í síma 842-5777 eða sigfus@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal skila í gegnum íbúagátt sveitar-félagsins eða í gegnum heimsíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is  (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.