Fara í efni

Starfsemi í Húsi frítímans hafin

17.10.2019

Starfsemi í Húsi frítímans er hafin samkvæmt dagskrá sem má finna á heimasíðu sveitarfélagsins eða fésbókar síðu hússins: https://www.facebook.com/hus.fritimans

Endilega gerist vinir okkar þar og fylgist með.

Boðið verður upp á opið hús yfir daginn frá kl. 13:00 alla daga til kl. 16:00 á mánudögum og fimmtudögum og til kl. 17:00 á föstudögum. Á þriðjudögum og miðvikudögum er húsið opið fyrir alla aldurshópa þar til að skipulögð dagskrá hefst fyrir viðkomandi bekki. Þá eiga þeir bekkir húsið. Við vonum að þessi nýbreytni leggist vel í ykkur. Við gerum okkur grein fyrir því að það getur því miður verið að þessir tímar skarist á við aðrar tómstundir.

Að þessu sinni bjóðum við krakka í 3. og 4. bekk sérstaklega velkomin í Hús frítímans en þau eru að koma í fyrsta sinn til okkar í skipulagt starf. Við viljum biðja foreldra að fara yfir það með krökkunum að þeir eru alltaf velkomnir til okkar, geta kíkt á okkur á milli skóla og annarra tómstunda, borðað nestið hjá okkur, farið í leiki og skellt sér svo í aðrar tómstundirnar þegar að þeim kemur. 

Starfsmenn Húss frítímans gengu í bekki nú um daginn og kynntu fyrir yngsta aldurshópnum hvaða gönguleið er öruggast að fara í Hús frítímans, þ.e. frá skólanum að sundlauginni og þar yfir gangbrautina við Bláfell, framhjá gamla barnaskólanum og þá ætti Hús frítímans að birtast þeim. Við hvetjum foreldra til þess að rölta þessa leið með börnunum. 

Skipulögð dagskrá er eftirfarandi:

3. - 4. bekkur -   þriðjudaga kl. 14:30 - 16:30

5.-7. bekkur -     miðvikudaga kl. 15:00 - 17:00

8. - 10. bekkur - þriðjudaga kl. 19:30 - 22:00 og föstudagur kl. 20:00 - 22:00

 

Starfsfólk Húss frítímans

Sigríður Inga Viggósdóttir

Konráð Freyr Sigurðsson

Silja Rún Friðriksdóttir

Guðný Sif Gunnarsdóttir

Lilja Dóra Bjarnadóttir

Sabine Karssen

Þorvaldur Gröndal