Stóra upplestrarkeppnin
28.03.2019
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði fór fram í bóknámshúsi FNV síðasta þriðjudag og er þetta í átjánda skiptið sem keppnin er haldin.
Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna voru í fyrstu tveimur sætunum, Njála Rún Egilsdóttir í fyrsta sæti og Patrekur Rafn Garðarsson í öðru og í þriðja sæti var Katrín Sif Arnarsdóttir úr Árskóla. Keppendur stóðu sig allir vel en þeir lásu brot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur og einnig ljóð að eigin vali. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar fluttu tónlistaratriði.