Stóra upplestrarkeppnin verður 10. mars
05.03.2015
Það er alltaf mikið um að vera þegar lokahátíð stóru upplestarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði fer fram. Hátíðin verður á sal Fjölbrautaskólans í bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 10. mars kl 17. Þeir nemendur sem valdir hafa verið sem fulltrúar sinna bekkja í hverjum skóla stíga á svið og lesa brot úr skáldverki og ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir þeim verðlaun. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar leika á hljóðfæri í tilefni dagsins.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir !
Á myndinni eru sigurvegarar síðast árs.