Fara í efni

Stóra upplestrarkeppnin í bóknámshúsi FNV 19. mars kl 17

18.03.2014

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, bjóða íbúum sveitarfélagsins að vera viðstaddir lokahátíð Stóru upplestarakeppninnar í 7. bekk veturinn 2013 - 2014. Hátíðin verður í sal bóknámshúss  Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og hefst kl 17.

Nemendur 7. bekkjar sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlagsins lesa brot úr skáldverki og ljóð. Dómnefnd mun síðan velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Ungir hljóðfæraleikarar og aðrir ungir listamenn munu stíga á stokk og er áætlað að athöfnin taki um tvær klukkustundir með hléi.