Fara í efni

Styttist í að skráningum á atvinnulífssýningu á Sauðárkróki ljúki

08.04.2014

AtvinnulífssýningSkráningar á atvinnulífssýninguna Lífsins gæði og gleði 2014 eru nú í fullum gangi en miðað er við að skráningum ljúki miðvikudaginn 10. apríl nk.

Sýningin verður sem fyrr öllum opin og aðgangur að henni ókeypis en sýningunni er einkum ætlað að draga fram þann fjölbreytileika sem er í atvinnulífi, félagastarfsemi og menningarlífi í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á Skagafirði í fjölmiðlum, kynna sprota í nýsköpun og atvinnulífi og tengja enn betur saman íbúa og atvinnulíf. Stefnt er að því að samhliða sýningunni fari fram málþing um atvinnumál, menningarmál og þjónustu við íbúa í Skagafirði. Þá verður Sæluvika Skagfirðinga 2014 sett á sýningunni á sunnudeginum.

Sýningin verður opin frá kl. 10-17 á laugardegi og 10-16 á sunnudegi. Heimilt er að selja vörur á sýningunni. Svið verður á sýningarsvæðinu og skemmtiatriði velkomin! Nýprent býður upp á ráðgjöf og lausnir varðandi kynningarefni.

Skipulag sýningarinnar verður í stórum dráttum með sama sniði og var á fyrri sýningum sem haldnar voru undir sömu yfirskrift.

Við hvetjum fyrirtæki, félög, stofnanir og aðra sem hafa vöru, þjónustu, hugmynd eða eitthvað annað sem viðkomandi vill koma á framfæri til að taka þátt í sýningunni. Verði bása verður sem fyrr stillt í hóf.

Frekari upplýsingar um sýninguna, kynning á henni, pöntunareyðublað vegna bása, pöntunareyðublað vegna aukahluta og kynningartilboð frá Nýprenti má finna hér. Athugið að pöntunum á aukahlutum skal skilað beint til Sýningakerfa (netfang: syning@syning.is - sími 551-9977) og að 25% álag er á pantanir sem berast innan vikutíma frá upphafi sýningar.

Pöntunum vegna bása skal skilað til:

Sigfús Ingi Sigfússon: sigfus@skagafjordur.is
Ingunn Ásta Jónsdóttir: ingunn@ssnv.is
Sólveig Olga Sigurðardóttir: solveig@ssnv.is