Fara í efni

Sumar 2018 - Garðyrkjudeild

14.03.2018

Sumarstörf 2018

Garðyrkjudeild

 

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi.

 

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2018

 

Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, í síma 861-3490 eða helga@skagafjordur.is.

 

Flokkstjóri - Garðyrkjudeild

Tímabil: Byrjun maí til 31. ágúst.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Verkamaður III (með flokkstjórn).

Lýsing á starfinu: Stjórnun hóps sem sinnir almennri garðyrkjuvinnu á Hofsós, í Varmahlíð og á Sauðárkróki.

Hæfniskröfur: Almenn ökuréttindi. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.

  

Almenn garðyrkjuvinna - Garðyrkjudeild

Tímabil: Byrjun maí til 31. ágúst.

Fjöldi og starfshlutfall: 5 störf í 100% starfshlutfalli

Starfsheiti: Verkamaður II

Lýsing á starfinu: Almenn vinna við garðyrkju á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki

Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á starfsgleði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla af garðyrkjustörfum er kostur.

 

Vélamenn í sláttuhóp - Garðyrkjudeild

Tímabil: Byrjun maí til 18. ágúst.

Fjöldi og starfshlutfall: 4 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Tækjamaður I.

Lýsing á starfinu: Vinna við slátt og umhirðu grassvæða sveitarfélagsins í Varmahlíð, Sauðárkróki og Hofsós. Starfsmenn þurfa að vinna með sláttuvélar, orf og önnur áhöld sem tilheyra vinnu við grasflatir.

Hæfniskröfur: Gerð er krafa um almenn ökuréttindi, námskeið á minni vinnuvélar er æskilegt. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Lögð er áhersla á starfsgleði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.