Fara í efni

Sumar 2018 - Þjónusta við fatlað fólk

24.05.2018

Sumarstörf 2018

Þjónusta við fatlað fólk

 

Langar þig í tilbreytingu í sumar?

Vantar þig í hlutastarf í sumar eða fullt starf hluta sumars?

Langar þig í helgarvinnu, já eða bara kvöldvinnu í sumar?

 

Enn eru laus sumarafleysingastörf í þjónustu við fatlað fólk við heimilin Kleifatúni og Fellstúni 19b. Í störfunum felst að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi bílpróf en önnur menntun er kostur.  Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki.  Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi. Þekking og reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.  Hreint sakavottorð er skilyrði, skv. lögum um málefni fatlaðs fólks.

 

Vegna brýnnar þarfar á að manna sumarið er starfshlutfalli og tímalengd ráðningar ásamt vinnutíma haldið opnu og yrði samkomulagsatriði.

               

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við Ragnheiði M. Rögnvaldsdóttur, forstöðumann í síma 453-6070/844-6532 eða með því að senda fyrirspurn á ragnheidurr@skagafjordur.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt  sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.