Fara í efni

Sumardagurinn fyrsti

22.04.2015
Skagfirski kammerkórinn

Samkvæmt gamla tímatalinu byrjar Hörpumánuður sumardaginn fyrsta og tekur hann við af Einmánuði. Sumardagurinn fyrsti er vorboði þó veðrið sé ekki alltaf eins og við viljum hafa það þann daginn.

Það er ýmislegt í boði í Skagafirði fyrir þá sem vilja gera sér dagamun. Hin árlega skátamessa verður í Sauðárkrókskirkju kl 11 en vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að fella niður skrúðgöngu skátafélagsins Eilífsbúa. Sumarkaffi Sjálfsbjargar verður í Húsi frítímans milli kl 14 og 17 og bútasaumssýning sjö vinkvenna í Kakalaskálanum í Kringlumýri á sama tíma. Um kvöldið kl 20:30 heldur Skagfirski kammerkórinn vortónleika í Menningarhúsinu Miðgarði.