Fara í efni

Sumarstörf 2014 - Fjölskyldusvið

02.04.2014

Fjölskyldusvið

SumarTÍM   -   Sækja um starf

Tímabil:                              Lok maí til miðs ágúst. (Gætu verið mismunandi tímabil)

Lýsing á starfinu:             Starfsmenn sumar TÍM sjá um skipulagningu og utanumhald um sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.

Kröfur v/starfs:                Hafa gaman af að starfa með börnum, geta sýnt frumkvæði og vera góður í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að viðkomandi sé skipulagður, úrræðagóður, frumlegur en umfram allt tilbúinn að takast á við gefandi starf með hressum krökkum. Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

Vinnutími:                         Dagvinna

Starfsheiti:                         Flokksstjóri fyrir leikjanámskeið/sumarstarfsmaður

Yfirmaður:                         Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála

 


Vinnuskólinn   -   Sækja um starf

Tímabil:                            20. maí til 20. ágúst.

Lýsing á starfinu:             Flokkstjórar sjá um skipulagningu og utanumhald um vinnuskóla

sveitarfélagsins. Starfið felur í sér að leiðbeina og kenna unglingum á aldrinum 13-16 ára að vinna í sumarvinnu. Flest verkefnin snúa að fjölbreyttum garðyrkjustörfum og fegrun á umhverfinu.

Kröfur v/starfs:                Hafa gaman af að starfa með unglingum, geta leiðbeint, samviskusamur en umfram allt góð fyrirmynd. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, lipur í mannlegum samskiptum og úrræðagóður. Umsækjendur skulu vera  20 ára og eldri.

Vinnutími:                         Dagvinna

Starfsheiti:                         Verkstjóri vinnuskóla

Yfirmaður:                         Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála

 


Sundlaugar Sauðárkróks, Varmahlíðar og Hofsóss   -   Sækja um starf

Tímabil:                               Byrjun júní til loka ágúst ( Gæti verið mismunandi tímabil)

Lýsing á starfinu:             Starfið felst m.a. í öryggisgæslu sundlaug, eftirlits með öryggiskerfum og afgreiðslu sundlaugargesta.

Kröfur v/starfs:                Viðkomandi þurfa að hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla  og menntun er kostur. Umsækjendur skulu vera  18 ára og eldri.

Vinnutími:                         Vaktavinna

Starfsheiti:                         Sundlaugavörður

Yfirmaður:                         Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála

 


Málefni fatlaðs fólks - búseta, skammtímavistun og dagþjónusta   -   Sækja um starf

Lýsing á starfinu:             Starfsmaður sinnir fötluðum einstaklingum. Hann sér um almenna umönnun þeirra vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á.

Kröfur v/starfs:                Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.  Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími:                         Ýmist dagvinna eða vaktavinna

Yfirmenn:                           Dóra Heiða, ráðgjafarþroskaþjálfi, Steinunn Rósa,ráðgjafarþroskaþjálfi, Oddný Pálmadóttir, þroskaþjálfi Iðju, Edda Haraldsdóttir, forstöðumaður sambýlis og Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri

 


Dagdvöl aldraðra   -   Sækja um starf

Tímabil:                               júní til ágúst

Lýsing á starfinu:             Starfið felst í að styðja við og styrkja einstaklingana með því að veita þjónustu sem auðveldar þeim að búa sem lengst á eigin heimili. Lögð er áhersla á sund þar sem einnig er boðin aðstoð við böðun, æfingar og ýmiskonar tómstundastarf. Í dagdvöl er enginn dagur eins.

Kröfur v/starfs:                Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með öldruðum og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.  Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, góðvild, og stundvísi. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri. 

Vinnutími:                         Dagvinna

Starfsheiti:                         Starfsmaður í Dagdvöl aldraðra

Yfirmaður:                         Elísabet Pálmadóttir, forstöðumaður dagdvöl aldraðra