Fara í efni

Sumarstörf 2017 - Hafnarvörður

16.03.2017

Sumarstörf 2017

Veitu- og framkvæmdasvið

Framlengdur umsóknarfrestur

 

Hafnarvörður

Tímabil: 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Fjöldi og starfshlutfall: 1 starf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Hafnarvörður/hafnsögumaður.

Lýsing á starfinu: Vigtun sjávarafla sem og öll almenn vigtun. Afgreiðsla á vatni og rafmagni til skipa. Skráning sjávarafla í GAFL, gagnagrunn Fiskistofu. Almennt viðhald á hafnarsvæðinu sem þekking og geta leyfir. Eftirlit með bátum og skipum í leguplássum. Þrif á bryggjum sem og skrifstofu hafnar, (hafnarhúsi). Móttaka skipa og einnig leiðsaga skips til hafnar gerist þess þörf.

Menntunar- og hæfniskröfur: Skipstjórnarréttindi annars stigs/hafnsögumannsréttindi ásamt löggildingu vigtarmanns æskileg. Góð þekking á hafnaraðstöðu Sauðárkrókshafnar. Gott vald á ensku, góð almenn tölvukunnátta. Lögð er áhersla á kurteisi, gagnkvæma virðingu og stundvísi. Reynsla er kostur.

Vinnutími: Dagvinna. Bakvakt utan dagvinnu aðra hverja viku.

Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2017

Nánari upplýsingar: Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður, dagurb@skagafjordur.is, 453-5169 / 893-3478.

Umsóknir: Umsóknum ásamt ferilskrá og prófskírteinum skal skilað í gegnum heimasíðu svietarfélagsins. www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.