Fara í efni

Sumarstörf - Byggðasafn Skagfirðinga

18.03.2015

Byggðasafn Skagfirðinga

Glaumbær og Minjahúsið á Sauðárkróki

Tímabil:   Frá 20. maí til 20. september.
Fjöldi og starfshlutföll:   8 störf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:   Safn- og staðarvörður gætir safnmuna, umhverfis og húsa og tekur á móti gestum safnsins. Safn- og staðarvörður þarf að kunna sögu húsa, staðar og héraðs og geta leiðsagt um sýningarnar og safnsvæðið.
Hæfniskröfur:  Safn- og staðarvarsla krefst fjölhæfni, kurteisi og snyrtimennsku við gestamóttöku, leiðsögn og upplýsingaþjónustu. Í starfinu felast einnig söluuppgjör og þrif. Safn- og staðarvörður þarf að vera vel talandi á íslensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Við leiðsögn og gæslu í Glaumbæ klæðast staðarverðir vinnufötum sem taka mið af 19. aldar búningum.
Vinnutími: Safnsýningarnar í Glaumbæ eru opnar 9-18 alla daga frá 20. maí til 20. sept. Í Minjahúsinu er opið 12-19 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.
Starfsheiti:  Safn- og staðarvörður.
Launakjör:  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.
Yfirmaður: Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2015

Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin gefur Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri, bsk@skagafjordur.is.