Sumarstörf - Heimaþjónusta
Sumarstörf 2017
Fjölskyldusvið
Heimaþjónusta
Tímabil: 1. maí til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.
Fjöldi og starfshlutfall: 1 starf í 100% starfshlutfalli.
Starfsheiti: Heimaþjónusta II.
Lýsing á starfinu: Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og vegna veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.
Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika.
Vinnutími: Dagvinna.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2017
Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar: Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is, 455-6000 eða Svanhvít Gróa Guðnadóttir, umsjón með heimaþjónustu, svanhvitg@skagafjordur.is, 455-6000.
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.