Fara í efni

Sumarstörf hjá Byggðasafni Skagfirðinga

16.03.2016

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir safn- og staðarvörðum

á sýningum safnsins og upplýsingaverum í Glaumbæ og Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar.

Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Starfsheiti: Safnvörður 1.

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2016.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf), eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Upplýsingar gefur Sigríður Sigurðardóttir í síma 453 6173 eða á bsk@skagafjordur.is.

 

Starf A

Starfshlutfall: 100%

Aldur: 16 ára og eldri,

Tímabil: 20. maí til 20. september 

Lýsing á starfinu: Starfsmaður þessi sér um safn- og sýningavörslu, upplýsingagjöf til ferðamanna, leiðsögn og þrif.

Kröfur í starfið: Forsenda ráðningar er áhugi á sögu og samskiptum við fólk. Góð tungumálakunnátta er æskileg. Því fleiri tungumál því betra.

Vinnutími: Sveigjanlegur.

 

Starf B 

Starfshlutfall: 100%

Aldur: 20 ára og eldri, karl eða kona

Tímabil: apríl - september 

Lýsing á starfinu: Starfsmaður þessi ljósmyndar og skráir muni og annast staðarvörslu (þ.á.m. móttöku gesta, safn- og húsavörslu, þrif og fleiri störf á öllum starfsstöðvum safnsins). Gerð er krafa um bílpróf, framhaldsnám og gott vald á a.m.k einu erlendu tungumáli.

Vinnutími:  Sveigjanlegur

Yfirmaður: Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri.

 

Sækja um starf