Fara í efni

Sumarstörf í sundlaug Varmahlíðar

31.03.2017

Sumarstörf 2017

Fjölskyldusvið: frístunda- og íþróttamál

Framlengdur umsóknarfrestur

 

Sundlaug Varmahlíðar

Tímabil: Lok maí til loka ágúst, eða eftir samkomulagi.

Fjöldi og starfshlutfall: 2 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Sundlaugarvörður I.

Lýsing á starfinu: Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.

Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla er kostur og björgunarsundpróf er æskilegt.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2017

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, valdi@skagafjordur.is, 660-4639.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.