Fara í efni

Sumarstörf - vélamenn í sláttuhóp

14.03.2017

Sumarstörf 2017

Veitu- og framkvæmdasvið

Framlengdur umsóknarfrestur

 

Vélamenn í sláttuhóp - Garðyrkjudeild

Tímabil: Frá 15. maí til 18. ágúst.

Fjöldi og starfshlutfall: 2 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Tækjamaður I.

Lýsing á starfinu: Vinna við slátt og umhirðu grassvæða sveitarfélagsins í Varmahlíð, Sauðárkróki og Hofsós. Starfsmenn þurfa að vinna með sláttuvélar, orf og önnur áhöld sem tilheyra vinnu við grasflatir.

Menntunar- og hæfniskröfur: Gerð er krafa um almenn ökuréttindi, námskeið á minni vinnuvélar er æskilegt. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Lögð er áhersla á starfsgleði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2017

Nánari upplýsingar: Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, helga@skagafjordur.is, 861-3490.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.