Fara í efni

Sundlaug Sauðárkróks auglýsir eftir starfsmönnum

21.07.2015

 

Sundlaug Sauðárkróks auglýsir eftir starfsmönnum

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða tvo karlmenn í Sundlaug Sauðárkróks. Um tvö hlutastörf er að ræða og eru störfin laus frá og með miðjum ágúst.

Lýsing á starfinu: Í starfinu felst meðal annars baðvarsla, þrif og afgreiðslustörf.
 Menntunar- og hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára. Æskilegt að viðkomandi sé með björgunarsundpróf. Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er kostur.
 Vinnutími: Unnið er í vaktavinnu, hlutastörf 42% og 85%.
 Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.

 Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst 2015.


 Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar gefur Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.