Sundlaugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi loka tímabundið en pottarnir opnir
29.11.2024
Vegna mikillar kuldatíðar munu laugarkör sundlauganna á Sauðárkróki og Hofsósi vera lokuð tímabundið. Pottarnir verða opnir samkvæmt opnunartíma. Er það gert til þess að fara sparlega með heitavatnið á svæðinu. Tenging nýrrar hitaveituholu í Borgarmýrum við hitaveitukerfið á Sauðárkróki er ekki lokið en með nýju hitaveituholunni má leiða líkur af því að ekki þurfi lengur að loka sundlauginni í miklum kuldaköstum. Tilkynnt verður um opnun lauganna hér á heimasíðu Skagafjarðar.