Fara í efni

Sundlaugarvörð vantar í Hofsós

30.06.2014

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar að einstaklingi til að taka að sér starf sundlaugarvarðar við sundlaugina á Hofsósi.

Tímabil:                         Tímabundin afleysing frá 10. júlí til 15. ágúst.
Lýsing á starfinu:      Starfið felur í sér öryggisgæslu sundlaugar, eftirlit með öryggiskerfum, afgreiðslu
                                            sundlaugargesta og þrif.
Hæfniskröfur:             Viðkomandi þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja.
                                            Reynsla og menntun er kostur.
Vinnutími:                     Vaktavinna.
Starfsheiti:                     Sundlaugavörður.
Launakjör:                     Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar eða
                                             Öldunnar.
Yfirmaður:                     Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí.

Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

 Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal í síma 660-4639 eða á valdi@skagafjordur.is

Sækja um