Fara í efni

Sundlaugin á Hofsósi - umsóknarfrestur lengdur

02.03.2015

Sundlaugin á Hofsósi óskar eftir starfsmanni í tímabundið hlutastarf

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundið hlutastarf í sundlauginni á Hofsósi laust til umsóknar.

Lýsing á starfinu: Í starfinu felst meðal annars baðvarsla, þrif og afgreiðslustörf.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára. Æskilegt að viðkomandi sé með björgunarsundpróf. Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er kostur.
Vinnutími: Vaktavinna. Hlutastarf, 41%.
Starfstími: Frá 11. mars til og með 15. maí 2015.
Starfsheiti: Sundlaugarvörður.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.
Yfirmaður: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2015

Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorvaldur Gröndal í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.

Sækja um