Fara í efni

Sveitadagar í Varmahlíðarskóla

12.05.2015
Mynd Varmahlíðarskóli

Þessa viku standa yfir sveitadagar í Varmahlíðarskóla en þá eru nemendur heima við í sveitinni, eða hjá ættingjum og vinum, í fjóra daga. Þar takast þeir á við þau störf sem til falla, rétta hjálparhönd og vinna samhliða því verkefni sem þeir skila í skólann að vikunni liðinni. Á heimasíðu skólans segir að einlægur vilji sé fyrir því meðal starfsfólks að gera þetta verkefni eins vel úr garði og hægt er. Eru allir sammála um að það sé einstakt á landsvísu og afar mikilvægt tengingu skólans við heimilin, heimahéraðið og menningu þess.

Varmahlíðarskóli hlaut foreldraverðlaun frá Heimili og skóla fyrir árið 2013 fyrir þetta verkefni.