Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning

17.01.2018
Úr Skagafirði

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

 

Skilyrði þess að umsókn öðlist gildi:

Umsækjandi skal uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi og verða skilyrðin að vera uppfyllt á meðan umsækjandi fær greiddan sérstakan húsnæðisstuðning:

1. Umsækjandi skal búa í samþykktu íbúðarhúsnæði á almennum markaði.

2. Umsækjandi skal hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.

3. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði þegar sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning.

4. Að samningur, eða tilboð um samning, liggi fyrir um afnot af íbúðarhúsnæði sem er staðsett í Sveitarfélaginu Skagafirði, nema um sé að ræða húsnæði fyrir 15-17 ára börn , sbr. 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

5. Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, séu undir efri mörkum skv. viðmiðunum 5. gr.

 6. Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.

Sjá reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

Frekari upplýsingar gefur Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri í síma 4556000 eða sandholt@skagafjordur.is