Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk úr Ísland ljóstengt

16.06.2020
Frá undirritun sl. föstudag. Frá vinstri: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Haraldur Benediktsson varaformaður fjarskiptasjóðs.

Föstudaginn 12. júní sl. hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.

Alls voru 443 milljónum kr. úthlutað til ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Námu styrkir til sveitarfélaga 317,5 milljónum kr. og fékk Neyðarlínan úthlun að fjárhæð 125,5 milljónum kr. til að leggja ljósleiðara og til uppbyggingar fjarskiptainnviða utan markaðssvæða. Þessi auka fjárveiting er liður í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19.