Sveitarfélagið tekur nýtt vefumsjónarkerfi í notkun
30.07.2013
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú virkjað nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf. á Akureyri. Stofnanir sveitarfélagsins munu hleypa af stokkunum sínum síðum í kjölfarið á næstu vikum.
Meðal nýjunga er að á síðunni eru stillingar fyrir þá sem eiga örðugt með að lesa textann á skjánum. Þar er val um að textinn sé lesinn af talvél, hægt er að breyta lit bakgrunns og stækka letur.
Einnig er leitarvélin á heimasíðunni mjög öflug og leitar í öllum texta á heimasíðunni.
Þess er vænst að breytingarnar falli í góðan jarðveg hjá notendum, enda er nýja heimasíðan aðgengilegri og meira upplýsandi en sú eldri.
Umsjón með verkefninu er í höndum Stefáns Arnars Ómarssonar verkefnastjóra.