Sveitasælan í reiðhöllinni Svaðastöðum 23. ágúst
21.08.2014
Laugardaginn 23. ágúst verður Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð í reiðhöllinni Svaðastöðum. Sýningin er opin milli kl 10 og 17:30 og er aðgangur ókeypis. Veitingasala verður í gangi meðan á sýningu stendur og fjölbreytt atriði utan við auglýsta dagskrá s.s. opinn húsdýragarður, sveitamarkaður og handverkssala. Kl 19:30 hefst kvöldvaka undir stjórn Ingimars Jónssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur. Nokkur bú í Skagafirði verða með opið hjá sér milli kl 11-16 og Sögusetur íslenska hestsins verður einnig opið frá 13-17. Mjólkursamlag KS verður opið sunnudaginn 24. ágúst kl 11-16.