Svikapóstur í nafni sveitarfélagsins
03.02.2021
Sveitarfélagið hefur fengið tilkynningar um tölvupóst sem virðist berast frá netfangi sveitarfélagsins. Um er að ræða tölvupóst sem lítur út fyrir að geyma raddskilaboð og kemur frá aflögðu tölvupóstfangi fyrrum starfsmanns sveitarfélagsins. Viðtakendur tölvupóstsins eru beðnir um að eyða póstinum og smella ekki á viðhengi eða slóð sem í póstinum er.
Hýsingaraðili sveitarfélagsins hefur gert viðeigandi ráðstafanir í kerfum sveitarfélagsins og viðtakendur tölvupóstsins vinsamlegast beðnir um að eyða honum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum þetta kann að valda.
Sjá má skjáskot af umræddum tölvupósti hér til hliðar.