Þáttur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF
07.04.2015
Þýski þátturinn sem var tekinn upp í Skagafirði síðastliðið sumar var frumsýndur um páskana á sjónvarpsstöðinni ZDF. Þetta er raunveruleikaþáttur þar sem þýskir kokkanemar fóru á milli staða og elduðu úr íslensku hráefni. Skagfirðingum var boðið í mat á Kaffi-Krók, nemarnir elduðu fyrir krakkana á leikskólanum Ársölum og fyrir Hólanema. Nemarnir heimsóttu einnig Sauðárkróksbakarí og Ferðaþjónustuna á Lýtingsstöðum. Þátturinn var tekinn upp víða í héraðinu og sýnir náttúru, mannlíf og menningu víðsvegar um Skagafjörð síðastliðið sumar.
Flottur þáttur sem má nálgast hér !