Þemadagar í Árskóla
Dagana 21. – 23. október eru þemadagar í Árskóla og er þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Unnið er í árgangamiðuðum hópum þar sem 1. og 2. bekkur vinna saman, 3. og 4. bekkur og svo koll af kolli. Skóladagur nemenda á þemadögum eru frá miðvikudegi til föstudags kl 8:10 – 13:10 á öllum stigum. Öllum er velkomið að líta við og fylgjast með vinnu nemenda.
Laugardaginn 24. október verður sýning og opið hús í skólanum milli kl 11 og14. Nemendur verða með opið kaffihús og selja kaffi, djús og meðlæti sem þeir hafa bakað og einnig verður sölubás með ýmsum vörum sem nemendur hafa búið til. Allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðamála. Nemendur og starfsfólk Árskóla bjóða alla velkomna og vonast til að sjá sem flesta.