Fara í efni

Opnir kynningarfundir þverpólitískrar nefndar um Þjóðgarð á miðhálendinu

03.07.2019
Mynd: Samband.is

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opinna funda um vinnu nefndarinnar.

Á fundunum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.

Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.

Fundirnir eru öllum opnir og fer fyrsti fundur fram í Logalandi 12. ágúst næstkomandi og sá síðari í Stórutjarnarskóla 26. ágúst næstkomandi.

Fundirnir hefjast kl. 20:00 og áætlað er að þeim ljúki 21:30.