Fara í efni

Þórarinn Eymundsson og Þórálfur slógu heimsmet

06.06.2017
Mynd/Feykir.is: Þórálfur og Þórarinn Eymundsson

Á vef Feykis er sagt frá því að Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki og Þórálfur frá Prestsbæ hafi sett heimsmet í kynbótadómi á sýningu á Akureyri fyrir helgi. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti, úr ræktun Finns Ingólfssonar með aðaleinkunnina 8,92. Þórálfur náði að bæta það met með aðaleinkunnina 8,93 og 8,95 fyrir hæfileika.

Eigendur Þórálfs eru Inga og Ingar Jensen og er hann úr þeirra ræktun, Prestsbær ehf, en það er nafn jarðar þeirra í Hegranesi. Þórálfur er fallega moldóttur á litinn líkt og móðirin, Þoka frá Hólum, en faðirinn er hinn skjótti Álfur frá Selfossi.

Þórarinn Eymundsson tamdi hestinn og hefur verið með hann síðan en hesturinn er nú átta vetra gamall.

Við óskum Þórarni til hamingju með flottan árangur.