Til hamingju Tindastóll - Deildarmeistarar!
28.03.2025
Eins og allir sannir Tindastóls aðdáendur vita þá varð lið Tindastóls í körfubolta Deildarmeistarar í Bónusdeild karla í gær, eftir frábæran sigur á Íslands- og Bikarmeisturum Vals. Er þetta í fyrsta sinn sem lið Tindastóls vinnur Deildarmeistaratitilinn! Sveitarfélagið Skagafjörður óskar liði Tindastóls til hamingju með frábæran árangur og óskar þeim góðs gengis í úrslitakeppninni. Árfam Tindastóll!