Tilkynning til íbúa Skagafjarðar sem nýta sér þjónustu hræbíls
28.10.2024
Panta þarf bílinn fyrir kl. 8:00 á miðvikudagsmorgni í síma 577-5757 eða senda tölvupóst á netfangið igf@igf.is.
Við pöntun þarf að gefa upp um hvaða búfjártegund er að ræða.
Boðið er upp á þjónustu hræbílsins vikulega frá byrjun maí til loka ágúst og á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá september til apríl.
Við viljum minna á að hræbíllinn sækir ekki annað en dýrahræ búfjártegunda sem gjaldskyld eru: fé, hross, nautgripi, svín og hænsn.
Sláturúrgang, fiskúrgang, gæsaúrgang, refahræ, minkahræ og annað sem ekki er gjaldskylt, verður ekki sótt. Hafi einhver slíkan úrgang, er viðkomandi bent á að Íslenska gámafélagið tekur á móti sláturúrgangi í móttökustöð Flokku Sauðárkróki.