Fara í efni

Tilkynning vegna auglýsingar um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24)

13.09.2022

Vegna nokkurra fyrirspurna sem fram komu undir lok umsóknarfrests, um inntak reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu var ákveðið að lengja úthlutunarfrestinn til 15.09. 2022, kl. 24:00. Hér á eftir fer túlkun sveitarfélagsins á atriðum sem fyrirspurnirnar beinast að. Túlkunin gildir við fyrirhugaða afgreiðslu og að óbreyttum reglum:

 

  1. Má einstaklingur og fyrirtæki sækja saman um parhúsalóð?
    Svar: Já það má. Einstaklingur má sækja um helming parhúsalóðar á móti félagi, hvort heldur í sinni eigu eða annarra, enda sé viðkomandi félag framkvæmdaaðili sem hefur það að markmiði að selja viðkomandi eign til þriðja aðila.

  2. Má einstaklingur sækja einn um parhúsalóð með það markmið að byggja og selja svo aðra eða báðar íbúðirnar?
    Svar: Já það má, enda sé viðkomandi lóð ein og óskipt lóð þegar sótt er um.

  3. Í gr. 6.2 í úthlutunarreglum segir að parhúsahlóðum verði „úthlutað jafnt til framkvæmdaaðila sem og einstaklinga“. Þýðir þetta að 50% af lóðunum verði úthlutað til framkvæmdaaðila og 50% til einstaklinga eða merkir þetta bara að lóðirnar standa báðum þessum hópum til boða?
    Svar: Þetta þýðir að báðum hópunum skuli jafnan boðnar slíkar lóðir en ekki að tryggt skuli að hvor hópur fái helmingi lóðanna úthlutað sér til handa.

  4. Geta einstaklingar talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum, eða einungis félög?
    Svar: Einstaklingar geta ekki talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum.

 

Gætt skal að því að ákvæði laga og reglugerða sem og annarra ákvæða úthlutunarreglna, en þau sem sérstaklega er spurt um, geta haft áhrif á möguleika umsækjanda til þess að fá lóð úthlutað eða halda þeirri lóð sem viðkomandi fær úthlutað, s.s. ákvæði um fjárhagslega getu, ákvæði um framkvæmdahraða. Í því sambandi verður að líta á byggingu beggja íbúða parhúsalóðar sem eina framkvæmd m.t.t. byggingaráforma, framvindu verks og áskilnaðar um framkvæmdahraða ofl.

 

Virðingarfyllst,

 

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi.